fimmtudagur, ágúst 21, 2003

í gær bjó ég mér til rosalega gott pasta salat úr öllu því grænmeti í ísskápnum sem ekki var farið að skríða um eða lykta Mjög Illa. m.a. setti ég hálfan rauðlauk. af því að mér finnst laukur svo góður. en allt í læ með það, ég borða á mig gat, fæ tár í augun af því að bryðja allan þennan lauk og sofna yfir sjónvarpinu. en í hádeginu núna í dag fór ég í leikfimi hjá henni Báru Beibí og svitnaði heil óskup. þá gaus upp þessi líka Svakalega lauklykt. ætli maður svitni lauklykt?
en mér var nú ekki farið að standa á saman þarna á tímabili, matreiðslu-brjálæðisglampi komin í augun á konunum við hliðina á mér go svei mér ef ein var ekki farin að sleikja útum í gríð og erg. þannig að eftir tímann flýtti ég mér sem mest ég mátti og hljóp uppá skjaló með öndina í hálsinum, bjóst nokkurnvegin við að vera með hjörð af hungruðum konum á hælunum, en svo var nú ekki.
*hjúkk*

Engin ummæli: