mánudagur, apríl 28, 2003



Fyrsti dagur hinnar nýju tótu byrjaði snemma, eins og allir nýju dagarnir hennar eiga eftir að byrja. eh.... en allavega þá fór ég í SUND í morgun. Ferskja punktur is mætt. og ógleði dot com. en ég náði þó að synda einar 20 ferðir í suðurbæjarlaug hafnarfjarðar án þess að nefbrjóta nokkurn mann. svei mér þá. ég synti meira að segja hraðar heldur en stelpan í bikiníinu og gamli maðurinn með svörtu geirvörturnar. freaky shit í gangi þarna á morgnana, maður veit ekkert við hverju á að búast. mæli ekki með því að fólk mæti (meira pláss fyrir mig, hehe). svo fór ég heim og fékk mér MORGUNMAT. en það er eitthvað sem hefur held ég ekki gerst síðan ég var á leikskóla í danmörku ´85 og öll börnin borðuðu morgunmat saman á morgnana.
málið er og ástæðan fyrir þessari alltof miklu framkvæmdagleði er einfaldlega sú að ég er komin með "verðaðveramjósteríótýpa-syndrómið". ætli ástæðan sé ekki sú að ég var í fyrsta skiptið edrú heila helgi og heilinn náði í alvörunni að hugsa skýrt í nokkrar mínútur...
sem er nottla hneyksli, ég stefni á að verða atvinnuhljóðfæraleikari! eins gott ég nái mér í stinnan kropp sem fyrst, svo ég geti farið að einbeita mér að því að safna bjórvömb. aaaaaah.... bjór.....

Engin ummæli: