þriðjudagur, júlí 01, 2003


á föstudaginn fóru 2 dætur og 2 mæður í bíltúr á Þingvelli, samt voru bara þrjár í bílnum (smá gáta fyrir litlu börnin). en við fórum engu að síður til Hveragerðis í bakaleiðinni og keyptum fullt af sumarblómum, mamma keypti einhver tré og svona. en haldiði ekki að dúllusponsan hafi gefið henni tótu sinni eitt blóm. og ekki bara hvaða blóm sem er! eitt stykki Blóðdropar Krists, takk fyrir.
eins og flestir sem þekkja mig, þá á ég það til að skíra allt mögulegt og á núþegar pottaplöntu sem er kallaður Jón (faðir hans, Leó, dó skelfilegum vatnsskorts-dauðdaga....) og fór strax að undirbúa ekkvað kræsið nafn á þetta fagra blóm.
jesú?
guðsteinn?
drottína?
og þá kom það eins og fluga beint upp í nefið á mér (soldið sem kom fyrir í alvörunni -EKKI skemmtilegt!) að skíra hann Kristinn.
eins og kiddi frændi, jájá... en líka eins og jésú Kristur, og þetta eru jú blóðdropar hann.
hmmm. nú á einhver ofsatrúarmaðurinn eftir að senda vírus inná bloggið mitt....
oh well...

Engin ummæli: