þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
föstudagur, maí 01, 2009
"intellectual difficulties"
er að "læra". prófið er samt ekki fyrr en á föstudaginn, veit ekki hvaða stress þetta er. kannski af því ég hef ekki farið í alvöru próf síðan jólin 2000. vó.
það er langt síðan.
púff.
bókin er 12 kaflar og ég er búin að skrifa niður hvað er í hverjum kafla sem þyrfti að læra. svo er ég búin að prjóna, ryksuga, vaska upp, hella uppá kaffi, fá mér kaffi, horfa útum gluggann og klappa kettinum mínum.
og vökva blómin, hanga á feisbúk, taka til í stofunni og lesa garfield bækur.
allt vill lagið hafa. ó je.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hehehehee! Ég kannast við svona skyndilegan ryksugu og uppvöskunnar áhuga! Kemur ansi skyndilega! Þegar maður á að vera læra fyrir próf! Svei mér þá ef ég tók ekki bara til í skrifborðskúffunum mínum þarna um daginn þegar ég var í prófum! Ansi mikill dugnaður!
Skrifa ummæli