afmæli
í gær áttum við Afi Önd eins árs afmæli. sumum er það orðið ljóst eftir langa samveru við mig, hversu gaman ég hef af afmælum. öðrum ekki. en í gær söng ég s.s. á tónleikum, fór svo og borðaði afganga af sunnudagsmat tengdaforeldranna og horfði á sjónvarpið. dauf tilraun mín til hátíðahalda í formi DunhagaÍss lífgaði að vísu uppá hressinguna en samt sem áður finnst mér afmælisfíkn minni ekki fullnægt.
hvað er að mér?
hvernig get ég komið því til skila án þess að virðast vera heimtufreka að ég vil helst 24 tíma stanslaust partý þegar ég á afmæli? ég vil dýrar gjafir og ég vil flottan mat. ég vil háleggjaðar konur og kalla í loðvestum með þykkar keðjur um hálsinn, ég vil trúða og blöðrur, ís, nammi, popp með karmellu og kandífloss. helst vil ég líka frægar hljómsveitir frá útlöndum og miniature skemmtigarð.
*andvarp*
en ég fékk nú samt voðalega fína eyrnalokka svo ég ætla að steinhalda kjafti og gera mér þetta að góðu. hvað er líka málið að verða alltaf einsog smábarn bara þegar maður á afmæli? það er ekki eins og þetta sé eðlilegt... fólki á ekkert að finnast afmæli svona merkileg.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli