nýverið hef ég verið að slá inn skjöl hér á skjalasafninu (enda er ég skjalaskráritari) og það hefur verið frekar óspennandi af því að skjölin hafa bara verið með tölustöfum á.
"SA-J F nr. 1000-1009 (1894)."
og svona lagað. ég er búin að kvarta og kveina og vorkenna mér. þetta sé svo óspennandi og leiðinlegt. en bíðum við... fara ekki allt í einu að streyma skjöl uppúr kössunum með prenti á. og á því fyrsta stendur "Um ólöglegan líkskurð"
ég er hætt að kvarta
Engin ummæli:
Skrifa ummæli