laugardagur, september 18, 2004

ligga ligga lái
ég er að fara á Damien Rice tónleikana! híhíhí hí hí hí.
svo kvet ég alla eindregið til að fara ekki á geisladiskamarkaðinn í skífunni, vegna þess að það er stórhættulegt, ég var næstum því búin að sleppa mér og kaupa ógeðslega mikið. en viti menn,ungfrú sjálfsstjórn.is mætti á svæðið og hvísaði orðum eins og "símreikningur", "euro-kort" og "nýr víólukassi" í bæði eyrun mín og ég hljóp út með einungis einn disk í farteskinu. og viti menn.... með Damien Rice!
:)
svo heyrði ég í Guju í dag, það var skemmtilegt. nema þegar skelltist á hana vegna þess að síminn minn var batteríslaus. ég er að spá í að nota símann minn ekki neitt allan næsta mánuð. gera svona tilraun, skrá niður samfélagslegar athuganir mínar á viðbrögðum annara við símleysi mínu sem og líkamlegar/andlegar breytingar á geði mínu, heilsu og mannlegum samskiptum. soldið svona eins og gaurinn í "super size me", nema ekki. svo er það starfsmannaferð þjóðskjalasafns íslands í fyrramálið. djöfulsins hark verður það. úff púff ma-gúff og fullt af bjór. ætla samt að sleppa því í þetta skiptið að taka gítarinn með. enþ að er nú bara vegna þess að mér var hótað lífláti.
einmitt af sömu manneskju og lét plata sig all rækilega útí svakalegt ólíferni fyrir einu ári.
hó hó hó

Engin ummæli: