miðvikudagur, júlí 23, 2003

stundum veit maður þegar leiðinlegir hlutar eiga eftir að gerast, maður er kannski búin að bíða eftir þeim í langan tíma og VEIT að þeir verða leiðinlegir og maður eigi eftir að vera fúll.
svo byrjar maður að reyna að sannfæra sjálfan sig að kannski gerist hluturinn ekki, kannski verður hluturinn bara skemmtilegur svona þegar öllu er á botninn hvolft, svona eins og ógeðslega ógirnilegur matur er oft drullugóður. síðan verður maður spenntur og hlakkar til og gleymir í smá stund að hluturinn á EFTIR að verða leiðinlegur, fer kannski að flissa og hafa gaman að lífinu í smá stund.
svo kemur að því að hluturinn verður nottla butt-leiðinlegur og jafn ömurlegur og maður vissi allan tímann.

helvítis tilvera, truntan þín,
troddu þér upp í rassgat á hesti
svo klesstur kúkur byrgji þér sýn
og hrjá þig kláði hinn mesti

Engin ummæli: