þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
fimmtudagur, október 02, 2003
ég er að blogga niðrí tónlistarskóla. nú verður allt vitlaus.
hehe hoho.
ég sinnti hlutverki mínu sem "latasta manneskja veraldarsögunnar" í dag, og var bara heima að drekka te í allan dag. svona er maður hrottalega latur. reyndar fór ég í sund, sem er nú ekki fyrir letingja... en alfeg sama. svo fór ég í samsöng og var næstum því búin að sparka í statífið vegna þess að ég fékk geðvonsku kast í miðju lagi. ég held það sé ekki í lagi með hausinn á mér. svo sakna ég Eyfa míns óendanlega mikið... ég þarf svo að tala við hann NÚNA.
var ég búin að minnast á að ég er líka viðbjóðslega óþolinmóð? kannski þess vegna sem ég er hangandi á netinu í staðinn fyrir að vera að æfa mig... mér tókst ekki að spila þessa LJÓTU SKÍTFÚLU slómíng æfingu utan að svo ég fór bara fram og ætla að hanga hérna í smá stund. svo þegar ég fer aftur til baka þá verð ég örugglega búin að læra hana utanað. þetta eru nú ekki nema 2 blaðsíður, hvað er þetta!
jæja.
kannski maður ætti bara að fara út í sjoppu og kaupa sér kók. það virkar ekkert betur á mig í geðvonsku kasti heldur en kók.
guð hvað mig langar í kók....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli