föstudagur, október 03, 2003

jógúrthúðaðar rúsínur
...eru algjört Lost-Æti. hvað er annars málið með það orð? vekur það hjá manni Losta við át?
(er að tsjekka, augnablik)
hmmm, smjatt-smjatt.
nei, ég get með sanni sagt að ég er ekki orðin lostafull eftir þessar 2 jógúrt-rúsínur. kannski þarf að borða fleiri.
(er að tsjekk, augnablik)
hmmm, smjatt-smjatt-smjatt.
nei ég er síður en svo uppfull af losta eftir þetta. en þetta Minnir mig óendanlega mikið á gæðastundirnar ófáu sem við Svafa næturdrottning áttum á gæðabúllunni Café Nielsen á Egilsstöðum. nammi namm. það voru nú sannkallaðir sælutímar. sátum linnulaust í græna leðursófanum í horninu milli óperu æfinga og röbbuðum um menn og málefni á afar ómálefnalegum nótum. enda er soldið erfitt að vera með málefnalegar nótur í hausnum á sér eftir að hafa verið að hjakkast í Mozart heitnum fleiri fleiri tíma með öskrandi sópransöngkonum og rymjandi barítónum. jeminn já.
ég held ég barasta hringi í hana Svöfu mína í tilefni þessa jógúrt-rúsínna áts... áts? ég þarf alla veganna að ræða við hana um nokkur mál-áts.
yeah-áts.

Engin ummæli: