fimmtudagur, ágúst 28, 2003



oooh hvað ég EEEEELSKA www.beethoven.com! þetta er svona online útvarpsstöð sem spilar bara klassíska tónlist.
algjör snilld. svo eru þetta svo ógeðslega bandarískar elskur að ég hef bara aldrei vitað annað eins. núna eru þeir alltaf að rúlla einni auglýsingu sem er ekkvað á þessa leið:
"we would just like to take a moment to say.... Thank You. without you, our listeners, this would have never been possible..." og svo framvegis. svo koma þáttastjórnendurnir einn af öðrum og segja "Thank you" með mikilli innlifun, horfa ábiggilega beint inní hljóðnemann með þakklætis-svip og væmnina lekandi af andlitun. svo halda þeir áfram að segja hvað þetta sé nú góð útvarpsstöð (og algjörlega "without an attitude"), en AÐEINS vegna þess að VIÐ hlustum. hlustendurnir. "once again we really must say.... thank you." það er gjörsamlega hamrað á þessu aftur og aftur og aftur! svo er svona sassí lyftutónlist undir.
maðurer svo mikil þurrprumpa að maður fer bara eiginlega hjá sér. jahérna. þeir kunna þetta kanarnir :)

tala nú ekki um auglýsinguna þar sem þeir tala bandarísku með þýskum hreim og þykjast vera Mozart sjálfur og konan hans, reyndar er röddin soldið ellileg, þannig að þetta er ekkvað skrítið. en það er auglýsing fyrir skartgripaverslun. konan kallar hann alltaf "Woolfie" og þar fram eftir götunum. geggjað fyndið. svona fyrstu 10 skiptin, éger orðin soldið leið á henni núna. :p en þetta er nú samt húmor :)

Engin ummæli: