þeir sem hafa verið í kór yfir jólin ættu að þekkja nokkur jólalög. geri ég ráð fyrir. en í morgun vaknaði ég með sænska jólalagið "jul, jul, strjulande jul" eða hvernig sem í andsk. textinn er glymjandi innan í höfðinu á mér. það sem ég er að spá er hvað í óskupunum varð þess valdandi að ég fékk sænskt jólalag á heilann? kannski það séu IKEA mublurnar inní herbergi hjá mér sem syngja á nóttunni, eða þá að nýja tannkremstegundin sé frá sænska landinu og með leynilegu sænsku jólalagaefni í.
allra helst hallast ég þó á þá tillögu að ég sé að verða geðsjúk og engu verði við bjargað nema ég kaupi mér stóra kók, súkkulaði, texmex snakk og bland í poka.
riiiiight....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli