þriðjudagur, júlí 22, 2003

Jón Arnar Snilli-Tilli uppveðraðist svoleiðis algjörlega eftir að hafa lesið hið fagra ljóð okkar Iðunnar að hann snaraði framan úr buxnaskálminni þetta ótrúlega netta ljóð og sendi mér:

Ég þrái böll, í þína höll
þrönga og undurmjúka
þín fögru fjöll, svo undur snjöll
af frigð og kappi strjúka

svona er maður almennilegur, ekki nóg með að maður sjálfur standi fyrir ljóðasmíðum og ég veit ekki hvaðoghvað, heldur ýtir maður undir sköpunargleði annarra. jah nú er hún tóta stolt af sér sjálfri.
uh...
já.....
;)

Engin ummæli: