ég er léleg í landafræði.
sérstaklega landafræði Íslands. enda skammast ég mín þvílíkt.... en svona ef einhver skyldi nú vera í símanum (í þessum töluðu orðum) og eiga samtali eins og þetta:
-ha já, já... auðvitað veit ég hvar Tjörnes er! við sjáumst þá bara síðdegis... ha? er tjörnes á norðurlandi? jú auðvitað vissi ég það! er þetta ekki bærinn rétt hjá Breiðdalsvík?
jah þá er nú gott að geta kíkt á Íslandskortið.
hefur svo sannarlega bjargað mér oftar en einu sinni bara núna í dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli