fimmtudagur, júlí 31, 2003



ég er í svo mikilli norrænni stemmingu út af þessum blessuðu/bölvuðu skjaladögum hér á skjalóað ég hef bara sjaldan, ef ekki aldrei, upplifað annað eins. rakst hér á (reyndar ekki, ég leitaði að henni) H&M síðuna. mjög skemmtileg og fín. skemmtilegast fannst mér þó það sem kemur á forsíðunni... ljósmyndasessjón fyrir alla fjölskylduna í stokkhólmi, færð kynnisferð um borgina (kjötbollur ábiggilega innifaldar) og maður fær að EIGA fötin! það liggur næstum því við að maður hafi alls engan áhuga á því að sækja um.
reyndar sé ég þetta alfeg í anda. mamma og ási að rífast HÁSTÖFUM um hvað sé flott og hvað ekki, hann næstum því grenjandi úr reiði yfir að þurfa að fara úr gömlu, rifnu druslunum, amma að gera verðsamanburð og enda svo á því að fussa og sveia og fara bara í Fjarðarkaup, ekkert væri til nógu stórt til að tröllið ég kæmist í það og óskar væri undir eins búinn að finna einhvern voðalega fínan kjól til að brýna klærnar á.
og svo borðar ekkert okkar kjötbollur :) fjölskylda dauðans.

Engin ummæli: