fimmtudagur, júlí 31, 2003

það er margt vont í heiminum. saddam hússein, hitler, davíð oddson, unnur maría ingólfsdóttir, satan og fleiri. En ekkert er jafn illt og Legally Blond 2.
ég sem sagt varð fyrir þeirri ógæfu að fara á myndina í gærkvöldi, reyndar í fríðu föruneyti og með frímiða, en ég þurfti að hofra á hryllinginn engu að síður og sitja út myndina, þar sem ég var inní miðri sætaröð og engin leið að hlaupa út án þess að traðka á þeim örfái aumingjum sem urðu fyrir þessari mynd líka.
þetta er SVO ógeðsleg mynd að mig skortir eiginlega bara orð til að lýsa henni. legally blond 1 var mjög fín, horfði á hana um daginn með mínum ástkæra og hafði gaman af/að. þar eru skemmtilegir karakterar, blessunin hún Elle Woods tekur þónokkrum breytingum til hins betra, dömpar kærastanum, eignast vinkonu, verður lögfræðingur, blah blah blah, skemmtileg, fyndin og bara sallafín skemmtun.
Legally Blond 2 hefur ekkert af þessu. hún reynir ekki einu sinni. kellingarálkan hún Elle Woods verður óþolanlegri með hverri mínútunni og gengur svoleiðis fram af manni í hallærisleikanum að undir lokin langaði mig til að Öskra. væmni getur verið fyndin, sé rétt með hana farið.
í Legally Blond 2 er ekki vel farið með neitt. persónusköpunin engin, gömlu karakterarnir (elle, skrítna kellingin, gaurinn sem hún ætlar að giftast, vinkonur hennar úr snyrti-skólanum) virðast öll hafa týnt persónuleika sínum við gerð myndarinnar, plottið er Viðbjóðslega þunnt (öll vandamálin leysast á svo ódýran hátt að ætla mætti höfundur handrits hafi fengið magnafslátt í Gripið&Greitt) föðrunin , sviðsmyndin ljót, meira að segja hundurinn er farinn að fara í taugarnar á manni.
svo er ekkvað svona "homma-þema", einkaritarinn hennar Elle er gay og hverfur algjörlega með húð og hári eftir fyrstu senuna, hundurinn hennar verður ástfanginn af öðrum karlkyns hundi og eigendurnir eiga að stæla viðbrögð foreldra við samkynhneigð.
tekst ekki.
ALLS ekki.
farið er í kröfugöngu með öllum systrunum úr Delta Nu og svo er auðvitað dansatriði, eins og í öllum unglingamyndum nú til dags. nema þetta er hundrað sinnum verra en allt sem maður hefur á ævinni séð.
vont-vont-vont!
ekki fara á þessa mynd þótt líf ykkar liggi við. ekki einu sinni hugsa úti í að kannski fara á hana. ekki taka hana á vídeói. ekki horfa á treilerinn og ekki svo mikið sem gjóa augunum í áttina að auglýsingaplakatinu! þá mun sál ykkar kannski komast hrein í gegnum hreinsunareldinn.
kannski

Engin ummæli: