meðan venjulegt fólk sleikir sólina (sumt koverað í glimmeri) þá rignir á mann og annan hér í Birmingham. kannski það sé þess vegna mér virðist lífsins ómugulegt að komast á fætur fyrir hádegi. kannski líka ég er alltaf vakandi langt fram á nætur drekkandi te og spilandi sims. meiri steikin.
svo er bara mánuður (tæpur meira að segja) í lokatónleikana mína og ég er búin að breyta prógramminu svona 4 sinnum síðan fyrir helgi. ákvað að íslenska verkið væri of erfitt og leiðinlegt til að ég myndi leggja það á mig. þannig að hindemith blessunin var tekin inn í staðinn. en þá vatnar mig samt rúmar 5 mínútur af efni til að fíblin uppí skóla geti kysst þessi tímamörk sín áður en þau hoppa upp.... já já já.
gleðilegu fréttirnar eru aftur á móti þær að heittelskaður heitmaður minn kemur í opinbera næstumþví viku heimsókn frá og með næsta miðvikudag. ó ó hvað ég hlakka til. jafnvel að settur verði undir sig góður fótur og kíkt eitthvað út á land... er eiginlega komin með birmingham uppí kok. grínlaust þá er mér búið ða vera hálf bumbult síðustu daga... gæti nú samt verið allt hnetu og rússínu átið (ákvað ða hætta að éta nammi, eitthvað varð a koma í staðinn).
allavega, það verða fréttir af þeim ferðalögum síðar.
mér varð á þau mistök að opna aðeins gluggann hjá mér og núna er FEITASTI geitungur í heimi í glugganum hjá mér, líklegast að éta gluggatjöldin.
er þá ekki gott ráð að spila Es dúr í áttundum í eins og t.d. 10 mínútur? jah það myndi drepa mig :)
L8R
Engin ummæli:
Skrifa ummæli