já ég veit þetta hefur heyrst áður, en nú er ég farin í megrun. eftir heila helgi af stanslausu rusláti og sjálfsvorkun (yfir rusláti, maður er ekki í lagi) hef ég ákveðið að moka út öllu nammi og dæetkóladrykkjum, hvítu brauði og einbeita mér að því að borða á þriggja tíma fresti litlar HOLLAR máltíðir. og ekki alltaf éta þangað til ég stend á blístri og get varla andað fyrir útbelgelsi.
svo nú er ég á leiðinni útí búð að kaupa kotasælu, kjúklingabringur og grænmeti.
og nýjan svitalyktareyði. keypti bara "einhvern" um daginn, ánþess aðtaka tappann af og þefa, því ég hugsaði með mér "þeir eru allir hvort sem er eins". WRRROOONG! það er af honum svona þung viðbjóðslega væmin vanillu blóma fýla og í hvert skipti sem ég hreyfi mig gýs upp þessi líka hörmulega lykt. svitalyktin væri ekki bara betri heldur MIKIÐ betri. ójá heyriði það.
annars er ég á leiðinni til London á fimmtudaginn að selja gömlu víóluna mína, eða þúst, skella henni í umboðssölu. þeir taka reyndar 20% sem er alfeg VEL þokkalega svakalegur biti, en lets face it, ef ég fer eitthvað að auglýsa hana útúm allan bæ (er búin að tjekka niðrí skóla hjá mér og enginn í kauphugleiðingum) hér í birm er aldrei að vita hvað gerist, maður treystir orðið engum. eða svona. svo veit ég heldur ekkert hvað er hægt að setja áhana. það skemmtilega er að öllum líkindum mun ég koma til með að taka 3 víólur með mér til london. þessa gömlu, svo barrokk víóluna af því ég er að fara í barrokk tíma og svo nýju góðu flottu víóluna mína af því ég er að spá í að heimsækja bekkinn hennar Rivku í trinity. og þá er nú skárra að vera með hljóðfæri með sér.... eða eitthvað. þetta kemur allt í ljós.
enjæja Brahms er farinn að rífa kjaft hérna uppá statífi.
adju
Engin ummæli:
Skrifa ummæli