pabbi, sigrún og villa uppáhalds mágkona jónviðars komu í heimsókn í júní og gáfu okkur safapressu. nú pressa ég sem aldrei fyrr og innbyrgði að meðaltali 4 ávexti/grænmeti á dag. sem væri mikið hollara ef ég borðaði þábara, en ekki þambaði.
samt stuð.
svo erum við jónsæti búin að komast að því að við erum geðveikt góð bæði í að bara pönnukökur svo við gerum varla annað. eða svo gott sem. en auk þess að baka pönnsur, höfum við líka étið þær og parketlagt herbergi og tengt rafmagn og síma og internet útum alla íbúð. þetta fer alfeg að verðabara mjög fínt held ég bara. jájájá.
við fórum á Ísafjörð síðustu helgi og það var æði. ég elska vestfirði oger ákveðin í að flytja þangað einhverntímann... ekki alfeg viss ég nái að plata vesturbæjinginn í að flytjast búferlum... líka spurning hvort maður geti í raun ogveru fórnað borgarlífinu fyrir friðsæld og falleg fjöll.
pæling pæling.
á leiðinni vestur sáum við kastala við vegabrúnina og er ég hér með byrjuð að safna fyrir honum og lóðinni, svo mun ég (mamma er búin að lofa að hjálpa mér) koma þar upp sumarbústað fyrir mig og mína, auk þess að selja kaffi og pönnukökur, malt og appelsín fyrir þyrst fólk og svangt.
jebb.
jæja.... bach æfir sig ekki sjálfur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli