þriðjudagur, júlí 17, 2007

það held ég

æj það er svo gott að vera komin heim. tala nú ekki um þegar UNNUSTI manns rífur internetið úr sambandi og segir manni ekki að það þráðlausa sé samt í lagi fyrr en viku seinna.
en það er nú líka svossem bara gott að vera netlaus í nokkra daga. maður nær næstum að gleyma því hvað yfirdrátturinn er hár á glitni og að vinir manns eru nær dauða en lífi sökum rigningar í heimsveldinu bretlandi.
annars allt í gúddí, ónefndur strengjakvartett tekinn til starfa af miklum móð og auglýsist hér með tilbúinn með létt og skemmtilegt prógramm í brúðkaup og á skemmtanir. eða eitthvað svoleiðs, stefnum á tónleika í lok sumar.
stuð stuð :)
svo er ég bara að reyna að æfa mig eins mikið og ég get. sem er nú ekki mikið svona í skæðustu sólardögunum. úff púff. en það skánar, bæði er spáð rigningu og svo hef ég dustað rykið af eggjaklukkinni. það er nefnilega þannig að fjórir hálftímar eru tveir tímar. kannski aðeins meira, fer eftir því hvað maður er lengi að hella uppá tebolla.
ó jájá.

alltaf heitt á könnunni, þið vitið ykkur langar að koma í heimsókn :)
kysskyss

Engin ummæli: