mánudagur, október 31, 2005

aaaahhh....


Ég hélt ég væri orðin of gömul fyrir svona, en hún spyr víst hvork´um stétt né stöðu... aldur, kyn né starfsreynslu. ég er nefnilega orðin ástfangin.
*andvarp*
Brahms píanó kvartett í A-dúr, op. 26 hefur laumað sér inní hjartað á mér og er alfeg að gera mig óða.
ástæðan að ég hélt mig of gamla var vegna þess að þegar ég var yngri var þetta alltaf að gerast, ég kolféll fyrir einhverjum verkum og gerði stundum ekkert annað heilu oghálfu næturnar.... hvernig læt ég?! heilu og hálfu mánuðina sat ég og horfði með heimskulegu unglinga-augnaráði út í loftið og fannst ég hafa fundið hina einu og sönnu hamingju.
núna er maður orðinn mikið "þroskaðri" og "vandlátari" og í stuttu máli svo uppfullur af sjálselsku og skít að maður sér (heyrir)ekki lengur það einfalda. er svo upptekin af bulli eins og borgareikninga, fara snemma að sofa, drekka 2lítra ádag af vatni, og þannig hlutum að svona gull gerast ekki lengur.
nema núna! hohoho! ég fékk óvart lánaðan Brahms disk um daginn af því ég hélt að hann væri með píanó kvintett á, en nónó miss stupid, þar var ekkert annað en 2 píanó Kvartettar. tilviljun? nei ég held sko aldeilis ekki. svo núna sit ég tímunum saman (er ennþá of upptekin við að hugsa um asnalega hluti til að leyfa mér lengri tíma) og glápi útí loftið með ennþá heimskulegri svip.

aaaaah....

Engin ummæli: