föstudagur, maí 21, 2004

ó hó hó hvað ég hlakka til í sumar. :)
ég get hér með lýst því yfir að ég, miss tótfríður Harðdal Löwe af Hringbraut, er að fara á Dartington summer school í englandi dagana 14. ágúst til hins 28. til þess brúks fékk ég styrk frá minningarsjóði Helgu Guðmundsdóttur, a.k.a. tónlistarskóla hafnarfjarðar. kann ég þeim bestu þakkir. fyrir áhugasama má geta þess að styrkveitingarathöfnin verður föstudaginn 4. júní klukkan 17:00 í hásölum og er öllum boðið. mér var meira að segja lofað kökum og kaffi. spurning hvað gje og há standa við mikið af gefnum loforðum í því sambandi.
ég er semsagt í þessum töluðu að redda hinum ýmsu málum, redda mér ódýrri gistingu fyrri vikuna og svo þarf nú að fara að huga að því að panta flugfar... vona bara að júró frændi þoli þetta álag sem á hann er sett. var nefnilega að kaupa far til Kaupmannahafnar 22. júní þar sem ég mun hoppa (kát og hress) uppí lest til malmö þar sem nokkrir vel valdir íslendingar munu spila rassinn úr buxunum á öðrum norðurlandabúum í Orkester Norden.
og það er ekki bara á erlendum vígstöðum sem tótfríður mun gera góða hluti, heldur stefnir allt í Geggjaða tónleika þann 19. júní. mun strengjakvartettinn Tumi sjá um a.m.k. 40 mín af góðri músík í Tjarnarbíó.
að öllum líkindum.
en fyrst er það nú hádegismatur á skjalasafninu, ég segi ekki annað!

Engin ummæli: