mánudagur, janúar 05, 2004




nú eru allir (svona næstum því) búnir að yfirgefa mig og ég er skelfingi einmana (svona næstum því). búhú! en hún Guðný mín Birna fór ekki bara úr landi heldur til annarar heimsálfu, allaleið til Santa Barbara sem er í bandaríkjunum. mér finnst það skelfilegt. svo er ég ekkert búin að heyra í henni, sem er ennþá skelfilegra. kannski er hún týnd í einhverjum risastórum og skelfilegum shopping-mal og kemst ekki út... er bara föst í einhverri nærfatadeild eða eitthvað. eða þá að hún hafi brugðið sér á ströndina og einhver Surfer gaur hafi hreinlega hent henni uppá brettið sitt og brunað með hana útí buskann. kannski er hún bara á havæ núna að flétta blómakransa. maður veit aldrei. svo ég vil endilega kvetja mína ástkæru ylhýru Guddu Buddu að láta í sér heyra sem allra allra fyrst. svo er ekki sjón að sjá bloggið hennar og var það verkefni víst í mínum höndum.
talk to me girl!!! (maður þorir ekki annað en að skvetta smá ensku, hún er nottla búin að vera úti í næstum því viku...)
svo druslaðist Eyfi minn til London enn á ný. mér finnst það alltaf leiðinlegt. jafnvel þó hann sé að koma og fara svona sirka þrisvar á ári. ég er ekki mikil "gúddbæ" manneskja, er meira að segja skapi næst að kveðja bara helst ekki neinn, aldrei. kannski er ég bara farin burt þegar þetta er skrifað og enginn veit neitt.
uh....
eða ekki. annars vorum við jón að spá í að flytja til danmerkur núna á eftir, það er víst ekkvað tilboð á icelandic express, verið að gefa flugfargjöld. maðurinn með hvítu augun var að básúna því hér uppá kaffistofu. mér líkar ekki vel við hann. aðallega vegna þess að hann er með uppáhaldsrakspírann minn og mér finnst ekki að allir megi vera með uppáhaldsrakspírann minn. tala nú ekki um ef fólk er með hvít augu...

Engin ummæli: