mánudagur, janúar 05, 2004

ég ætla ekki að skrifa annál um árið. ég er bæði löt og gleymin svo það þýðir ekki kúk. en ég er að spá í að taka alla þá sem eru á linka listanum mínum og gera grein fyrir þeim á einn eða annan hátt með árið síðastliðna sem útgangspunkt.
yeah.

alexandra kjeld er mjög sæt stelpa með svart hár sem ég kynntist núna síðasta sumar á Egilsstöðum þar sem við vorum að spila saman í eins og einni óperu. það var ótrúlega átakanlega dramatískt spil. við fórum reyndar líka báðar saman á þjóðlagahátið á siglufirði, sem var minna dramatíksk, en þeim mun verr lyktandi en austurlandsferðin. núna er alex í frakklandi. Anna Tryggvadóttir er rauðhærð og spilar á selló með mér í hinum ótrúlega góða kvartett sem ber það skemmtilega heiti "kvartettinn sem spilaði alltaf allar nóturnar sínar alltaf" eða "kvartettinn sem fann grúfið sitt" (ætlum að fá disney til að plögga það með okkur, guðni franz myndi þá vera litla fyndna dýrið sem segir alla brandarana og laddi talar fyrir), hún var að útskrifast núna um jólin og ég ætla að óska henni innilega til hamingju. hún keypti sér líka 2 brún pils um daginn. bloggið hennar önnu er algjör snilld, meira segja þótt hún skrifi stundum svo pólítísktssktsk að ég skilji ekki neitt. Anna H er mjög hávaxin og spilar á víólu í hollandi. ég hef eiginlega ekki hitt hana nema einu sinni á þessu ári og þá ætlaði vinkona hennar að spila nokkur lög á píanó með strengjakvartett undir og taka það upp. við spiluðum nokkur lög en tókum ekki upp neitt. en það var svossem allt í læ. Anna Vala er litla systir hennar Stefaníu vinkonu minnar og er skiptinemi í útlöndum. bloggið hennar er nú ekkert rosalega skemmtilegt, en hún sjálf er mjögmjög fyndin, þannig að svei mér þá ef ég varð ekki fyrir örlitlum vonbrigðum þar. en það er alltaf hægt að bæta sig, ekki satt ANNA? talandi um að bæta sig þá tóku foreldrar önnuvölu sig til og breyttu eldhúsinu sínu í erótískan dansstað svona loksins þegar öll börnin höfðu druslað sér að heiman. það er kúl. atli týr er bjórþjófur og bloggið hans eiginlega mjög leiðinlegt aflestrar. það eru samt stundum fyndnar færslur þar úr mogganum og svo man hann alltaf alla afmælisdaga. stundum fæ ég samviskubit yfir því hvað ég er mikil tussa, en stundum ekki. Baldur Páll er að læra tölvu-stærðfræði-fiðluleik í bandaríkjunum og finnst gaman að drekka bjór. við spiluðum ansi mikið saman síðasta ár og ber nottla hæst mozart dúett einn sem við spiluðum við skólaslitin í fyrra. einstaklega vel heppnað. rauðvín rokkar. en bjór er nú samt betri. heima hjá Baldri (í hafnarfirðinum) er geggjað góð kaffivél, brjálaður gulur páfagaukur sem "getur ekki flogið" (honum tókst nú samt að skutla sér á mig þvert yfir allt stofugólfið og reyna að naga mig á háls) og bráðum ætla þau líka að fá sér lítinn hvolp. dúllí dúlli -OJBARA! Berglind Ýr fær ekki bara gleðilegar nýárskveðjur heldur einnig stórt knús fyrir ææææðislegt kaffiboð hér um daginn. við eyjólfur (sem um verður rætt síðar) mættum í þvílíkar kræsingar uppá sólvallagötu nú rétt eftir áramót að ég er svo að segja ennþá södd. Berglind er í lögfræðinámi svo ég hef ekkert þorað að hafa samband við hana sem skyldi, maður er soddan kjánaprik. en ég hótaði nú öllu illu hér um daginn og ætla mér stórlega að standa við það. þó ekki væri nema til að vera með læti og geta labbað í bæinn á djammið. hehe.

... pása í bili....

Engin ummæli: