fimmtudagur, október 09, 2003

Sinfó í kvöld...
... fyrir kellingar og homma. eða mig og afa gamla :) ég fór meira að segja sjálf, í eigin persónu í MORGUN og keypti miða. hoho! erum á mjööög góðum stað, ekki með fiðluhelvitin beint í andlitið eins og síðast. úff hvað það var hræðilegt. en efnisskráin er að þessu sinni fjölbreytt og stórkostleg. ekki það að hún hafi verið ekkvað slæm upp á síðkastið....

Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba
Einleikari: Truls Mörk
Ralph Vaughan Williams: Fantasía um stef eftir
Thomas Tallis
Hafliði Hallgrímsson: Sellókonsert
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 2

soldið kúl að vera norskur og heita Truls. ég er viss um að hann mætir í svona Fred Flinstones búning á eftir, öskrar jabbadabba dú í öllum General Pásum og kemur inn á sviðið í loftköstum, rennir sér niður hálsinn á hörpunni hennar móniku og klípur Sigrúnu Eðvalds í brjóstið áður en hann byrjar.
nei bara svona hugdetta....

Engin ummæli: