fimmtudagur, október 09, 2003

Rauða kortið mitt er týnt!
garg garg! ég geymi það alltaf inní hægri vettlingnum mínum, en svo fattaði ég áðan að það var ekki þar og ég held að það sé týnt!!! grát grát og gnístan tanna.
það gildir til 8 des!
ég held reyndar að það hafi ein gömul kelling hjá henni Báru stolið því. ég fór í leikfimi í morgun og var með vettlingana (man samt ekki hvort að kortið hafi verið í) og svo var þarna gella sem fór ekkvað voða að tala um vettlingana mína af því að þeir eru svo flottir (nema hvað, það var ég sem prjónaði þá). ég held að hún hafi notað tækifærið um leið og ég var farin upp og troðið ljótu lúkunum ofan í fallegu gulu, rauðu og grænu vettlingana mína. þá hefur hún nottla fundið strætókortið og vegna þess að svona gamlar leikfimisgellur eru svo illa innrættar þá hefur hún STOLIÐ því.
grrrr!
ég skal finna hana í fjöru.
hvað er annars málið með það málstæki? æj ég ætla ekki að byrja að vera með einhverja helvítis málfræðihreyting í öðru hvoru bloggi, guð góður. það gætu íslensku nemar farið að lesa þetta.

djöfull er shostakovich ELLEFU annars TÖFF sinfónía. mæli sérstaklega með 4ja kaflanum þegar sellóin byrja að rífa kjaft (svona 3 mín inní kaflann) algjör snild.

Engin ummæli: