helgin var skrítin og menningarnótt var öMurleg eins og alltaf. svo að segja eini góði hluturinn var að hitta Tobbu og Hjalta-með-hatt, en þau reyndu bæði að fá sér annan sopa úr tómu rauðvínsflöskunni sinni á meðan við vorum að tala við þau. :) snilld. reyndar er það kannski ofsögum sagt, að það hafi verið það eina skemmtilega, þetta var ágætiskvöld, ég fékk fullt af bjór og hitti Iðunni, Eyfa og kynntist Dagnýju mega bloggara, sem ég hafði ekki kynnst áður. ekki það að maður kynnist fólki oft. hm. en hún er bæði sæt og skemmtileg, vei vei! takkfyrir að heimila mér þann heiður aðfá að kynnast þér Dagný ;)
svo fórum við eyfi á cafe cozy og sáum skeggjaða hommann hella niður svo mörgum bjórum í kringum sig að við héldum dauðahaldi í glasið okkar og vorum á tímabili að spá í að spenna upp regnhlífina. svo endaði kvöldið með strætó ferð heim. sooooldið fyndið, en mjög hagkvæmt. ég vildi óska að næturstrætó færi líka um helgar, maður er gjörsamlega á hraðri leið til gjaldþrots, takandi alla þessa leigubíla. hrumpf! en í strætó hittum við bergþór, lilju og hlyn. en það er einmitt gaman að segja frá því að lilja er minnsta manneskja sem ég þekki, og hlynur sú stæðsta.
svo erum við eyfi búin að tala ofboðslega mikið saman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli