mánudagur, júlí 21, 2003

ég fór á Snæfellsnes á föstudaginn með mömmu og ása bróður. þvílík snilld! við fengum bílinn hennar Báru frænku lánaðan og svo var brunað af stað. fórum tvist og bast og böðuðum okkur í sjónum hjá Búðum. það var nú soldið kalt... en engu að síður hægt. ég hagaði mér algjörlega eins og hálfviti og hafði gaman af. :)
svo gistum við hjá Ólafsvík og fórum í sund á Stykkishólmi. Stykkishólmur er nú bara ansi laglegur bær, verð ég að segja... og sundlaugin er drullufín barasta, þó það sé engin gufa.
jamm og jájá, þannig að maður náði sér í ofurlítinn lit um helgina, svo ekki sé meira sagt. reyndar er ég komin í ekkvað freknu kast, farin að fá þvílíkar hlussu freknur á andlitið. það endar með því að ég verð eins og Ron Weasley í framan.
JÁ! ég er búin að fá Harry Potter FIMM í hendurnar.... og þar er hún líka búin að vera frá því á miðvikudaginn :) ekkert nema gleði gleði á mínum bæ þessa daganna.

Engin ummæli: