|
|
ég er ekkert búin að minnast á hina frábæru tónleika sem ég fór á síðasta fimmtudag.
en málið er að ég fór á mjög frábæra tónleika síðasta fimmtudag :)
"innsta-hrings" vinir mínir, þau Guðný Birna og Arnar Þór voru svo ótrúlega dugleg og sniðugt að skella saman nokkrum góðum dægur"flugum" (einsog vignir vinnualki kallar það), djasslögum og sveitarómönsum og halda bara tónleika.
þvílíkt framtak!
þvílíkur söngur!
þvílíkt huggulegur píanóleikari!
en hann er víst bara 17 ára eða ekkvað, greyskannið, svo maður heldur sig á mottunni. svona allavega upp að þriðja bjór. hoho!
eftir tónleikana öskvöðuðum við á eðalbúlluna A.Hansen, sem var svo upptroðin af fólki og reyk að við settumst bara fyrir utan með bjórinn okkar og sötruðum langt fram á kvöld. Eyfi fór reyndar í fýlu vegna þess að við vildum ekki hlaupa útí Hellisgerði, en það er bara hans mál. maður ræður ekki yfir heiminum þótt maður sé með hreinasta rassinn í norður-evrópu... (smá diss darling hehe ;)
og fyrst ég er nú byrjuð að dissa, þá verð ég bara eeeeendilega að minnast á vinkonu hans Arnars sem heitir Tinna og er með öllu alfeg hreint ótrúlega leiðinleg, eða svona. allavega var hún ekkert smá ánægð með tilboðið á hansen (4skot á 1200) og var algjörlega ófeimin við að fá sér svona eins og, jah... ÞRJÚ svoleiðis. fyrir þá sem eru minna talnaglöggir en aðrir (og kannski latir líka) má benda á að þetta eru 12 skot.
enda var útkoman eftir því.
blessunin.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli