ég fór í gær á Hulk í bíó, með þeim Hljómeykishommum Vigni, Hreiðari og Hirti. Hreiðar var nottla voða fyndinn og bað um "einn miða á Hlúnkinn" í miðasölunni (ég var eina manneskjan sem hló). mér fannst þetta nú bara mjög svo sæmilega mynd, auðvitað ekkert nein Gæðamynd eða ekkvað í líkingu við myndbandið sem var gert eftir hringferð flensborgarkórsins 1997 (starring miss Guddie Bear), en samt bara fín mynd. hulk gaurinn var þvílíkt lúkk a læk Supermanns, með svart hár og skipt til hliðar. soldið sætur að mínu áliti...
það sem mér fannst þó allra athyglisverðast var það, að í byrjun myndarinnar er sætistrákurinn og sætastelpan BÚIN að vera saman, eiginlega bara nýhætt, svo að það er ekki einu sinni vottur af kynferðislegri spennu í allri myndinni. allavega tók ég ekki eftir neinni.... en ég er nottla líka soldið youknow.
EN þetta er nú ekkvað sem maður er ekki vanur frá fröken Hollí Vúdd, venjulega er fólk meira og minna alla myndina með lostablik í augum og rauðar þrýstnar varir, sleikjandi útum við hvert tækifæri. í hulk var bara grenjandi kelling og risi með grænan munn. þau fóru ekki einusinni í sleik!
Góð tilbreyting samt, verð ég að segja...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli