ég er að hlusta á danmarks radio, jazzstöðina (linkur hægramegin neðst) og ég er gjörsamlega að leka niður, þetta er svo rómó. maður fer í svona sjálfshverfarpælingar og fer að hugsa um hluti sem maður hefur aldrei/sjaldan pælt í.
hvað hefði t.d. gerst ef að ég hefði alist upp hjá pabba mínum en ekki mömmu minni?
hvernig væri það ef ég hefði fæðst sem strákur?
er það sniðugt að ætla sér að verða tónlistarmaður?
myndu vinir mínir og fjölskylda fyrirgefa mér ef ég myndi stinga af og fara að ferðast án þess að láta nokkurn vita?
ætli "minn einasti eini" sé til?
hvar ætli hann sé?
*andvarp*
mikið væri lífið auðvelt ef maður þyrfti ekki að hugsa...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli