mánudagur, apríl 14, 2003

jæja... nú fer ég að fara að týja mig burt héðan. ótrúlega er samt notalegt að hanga bara hérna uppá skjaló :) vera bara í rólegheitunum og finna tímann líða áfram eins hægt og honum sjálfum hentar. enginn er með stæla og það er aldrei neitt vesen, bara dauft suðandi hljóð í stóru tölvunni í hliðarherberginu.
voða huggulegt allt saman.
kannski soldið þungt loft. en jæja, maður má ekki vera heimtufrekur og vilja fá allt. ró, frið OG ferskt loft. fyrr má nú vera.
svo fer ég að leggja af stað niðrá Kaffi Kúltúr (takkí nafn dauðans!) og get þá alfeg setið í rólegheitum og lesið í hálftíma. ég er að spá í að reyna ða rembast. drulla niður einhverri ljótri asnalegri ritgerð um Leiðina til Rómar og senda þetta út. éger svo gott sem búinað ná, enda fékk þessa líka himinháa einkunn í miðsvetrarprófinu (6,6 hehe). bara spurning um að drífa þetta af.
maður er engin kelling.....
:)

Engin ummæli: