ég er komin heim. heimt úr heljargreipum vestursins. sem betur fer.
Ísafjörður var yndislegur eins og alltaf, mikið finnst mér fallegt þarna. mmmmm!
égkomst reyndar ekkert í kaffi hjá Bryngeiri frænda, sem er nú frekar leiðinlegt, enda manna skemmtilegastur og ekki er Valla ofur-kvendi verri ;)
Hljómeyki var gjörsamlega ap meika það á dansgólfinu á pizza 67 föstudagskvöldið og Ragnheiður var umsvifalaust valin "rödd kórsins", þrátt fyrir harða samkeppni frá Andrési Önd og manninum með munntóbakið.
vignir glimmeraði sig inní hvers manns hjarta og verður ábiggilega vinsælastur það sem eftir lifir vetrar. Hreiðar missti af flugvélinni og fékk ælupest, Egill var í tölvunni Allan tímann og Lilja gleymdi bursta. Rúna prófaði að kaupa -og drekka, Vanillukók (það er ógeðslegt) og Hildigunnur sá um að ljósrita ólöglega á kennarstofu tónlistarskóla ísafjarðar. þetta var mjög skemmtileg ferð :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli