föstudagur, október 04, 2002

jæja, föstudagsfiðringur komin í fólk, eða kannski föstudagsFIRÐINGUR. eins og hafnFIRÐINGUR.
hmmm.
eða ekki.
allavega. ég held ég verði nú bara að stansa við í stutta stund og skrifa svolítið um verslunarmiðstöðina Fjörð. svona fyrst ég er að tala um hafnarfjörð á annað borð.
ég er nefnilega þess fullviss að kaffihornið undir rúllustiganum sé tímasuga. þ.e.a.s. svona staður þar sem tíminn líður hraðar en á öðrum stöðum. eins og bara rétt í þessu. ég kom niðrí miðbæ og rétt svo sá í rassinn 140 (hafnarfjörður-garðabær-kópavogur-reykjavík) og ákvað að bíða eftir næsta. það var nú líka eiginlega það eina sem hægt er að gera ef maður missir af strætó...
en allavega, ég fer og kaupi mér kaffi-gó labba með það undir rúllustigan þar sem meint tímasuga er, tef af mér víóluna, sest með kaffi-góbollann minn, tek af mér trefilinn og fæ mér bita af snúðnum mínum. og SWÚMSSS! næsti strætó er brunaður framhjá.
þetta tel ég mjög athyglisvert í því ljósi, að kaffihornið er EKKI langt frá bakaríinu og trefillinn minn var bara með einföldum hnút og aðeins í einum hring í kringum hálsinn á mér.
ergo.... s.s kaffihornið undir rúllustiganum er tímaSUGA.
þegar ég er orðin gömul og feit (ari), þá ætla ég að skrifa vísindaskáldsögu um þennan skrítna stað í Hjarta Hafnarfjarðar.

Engin ummæli: