mánudagur, október 14, 2002

jább!
steinhætt að borða nammi og drekka gos. læt þennan ófögnuð ekki inn fyrir mínar varir. aldrei nokkurntíman.
jón gaf mér tyggjó hérna áðan og ég er að tyggja það á fullu, svona til að maginn á mér haldi nú að ég sé kannski að borða og verði þ.a.l. ánægður og saddur.
verst bara hvað ég fæ mikinn hausverk af að vera með tyggjó og hvað ég fæ líka illt í tennurnar....
en jæja...
kannski gaman fyrir fólk að vita það að í kvöld... eða eftir 2 tíma, mun ég reyna að túlka á raunsæan hátt, hlutverk "persónu A" í hinu margslungna verki Hrefnu Friðriksdóttur "Þú segir ekki!". ég er semsagt leiðinlega persónan sem er alltaf að leiðrétta hina manneskjuna. mjög huggulegt allt saman. jájá.
mig hlakkar mikið til.
je.

Engin ummæli: