mamma talar stundum um vini mína sem "gamla" og á þá við þá staðreynd að ég hafi þekkt viðkomandi lengi. um daginn hitti ég einn af þessum gömlu vinum mínum á kaffismiðjunni, drakk með honum ótæpilega af kaffi og talaði mjög illa um fólk sem hefur keypt sér mikið af fínum hlutum án þess að hafa efni á því og hversu mjög það væri gaman að búa út á landi. ákaflega föðurlandssinnuð. eftir þetta keyptum við póstkassalykla í Brynju og dót sem ekki er mikilvægt í tiger. svo vorum við í rólegheitunum að hjóla heim í gegnum Hljómskálagarðinn, á þar til gerðum malarstígum, þegar Gamli vinurinn segir: "hey mannstu í gamla daga þegar við fórum í skranskeppni?"
hér er hægt að gera smá innskot og bæta því inn hversu ALVÖRU gömul við erum, því þegar við vorum að alast upp var gatan okkar í miðbæ Hafnarfjarðar ómalbikuð.
"jáhá!" segi ég galvösk og gef vel í á hjólinu, gríp svo með alefli í bremsurnar (já líka frambremsuna) og ætla aldeilis að skrensa almennilega á mölinni.
til að gera langa sögu stutta þá flaug ég á hausinn og skrámaði mig á löppinni og öðrum lófanum. sem er nú nokkuð góður árangur, enda fór ég í kollhnís.
semsagt fyrirsögnin gæti verið: "tæplega þrítug stúlka slasast lítillega eftir skrenskeppni í Hljómskálagarðinum"
3 ummæli:
úffness... kona á þrítugsaldri bara að fara hamförum ;) Ég hefði viljað vera vitni af þessu!! Hey! Verðum við ekki að hittast í kaffi við tækifæri?
meina þetta ekkert illa, en....... hahahaha vá hvað ég hefði verið til í að sjá þetta real life!
knús sif
hahahahahhaa gaaaaarggggggg! Vá hvað þetta var fyndið! Þú ert nottla en þá alveg galvösk þótt að á þrítugsaldur sérst komin!
ps. Það er ég sem er alltaf að hringja heim til þín! Og þú svarar barasta ekki! skrifað með skeifu á vör!
Skrifa ummæli