10. sería Dallas komin í hús.
enda erum við hjónaleysin frekar upptekin. þetta er s.s. serían EFTIR að bobby er dauður í heila seríu, sem var svo bara draumur, serían þar sem Wes Parmalee mætir og svæðið og þykist vera Jock, sem dó í seríu 4 og þegar Bobby og Pam komast að því á brúðkaupsdaginn sinn (þar sem þau eru að gifta sig í annað sinn) að gamla kærastan hans Bobby er ólétt.
þvílíkt drama.
annað í fréttum er að strengjasveit listaháskólans sem ég lét plata mig í er með tónleika á morgun. það sem maður lætur plata sig í. við erum einmitt fjórar víólurnar á móti fjórum fyrstu fiðlum og tvemur sellóum.
þannig að hlutföllin eru allavega í lagi. byrjar fimm, spilum 3 verk, eitt eftir Jón ásgeirsson sem er geggjað (þarf ekki nonni geira ða fara að fá einhver verðlaun eða nammi eða eitthvað? gaurinn á ótrúlega mikið að flottum verkum), leiðinlegu simple symphony eftir Britten, sem hann samdi þegar hann var 5 ára eða eitthvað og svo "fyndnu" sinfóníettu mozarts fyrir strengjasveit og 2 horn.
ég er greinilega orðin leiðinlegri en ég hélt vegna þess að mér finnst þetta mozart verk bara langt frá því aðvera fyndið. eiginlega bara pínlega leiðinlegt.
reyndar hefur mér alltaf fundist "fyndin" klassísk tónlist ekki fyndin og þegar fólk glottir á tónleikum og gefur frá sér svona "heeeh!" hljóð fer óendanlega í taugarnar á mér.
o jæja, einhver verður ða vera leiðinlegur í þessum heimi :)
annars er allt nokkurnvegin komið á gott skrið...
3 ummæli:
haha, já þetta Britten stykki er ekki með þeim skemmtilegustu, eins og hann á nú flotta músík, Fífa þurfti að þjást í yngri strengjasveitinni í Tónó, þau æfðu þetta í TVO VETUR! Hún má helst ekki heyra á þetta minnst.
jeminn eini! og ég er að kvarta yfir tvem vikum! talandi um að eyðileggja æsku fólks...
dallas er greinilega sápuópera sápuóperanna... bold and the beautiful hvað?? verð að fara að sjá dallas ;) kv. gb
Skrifa ummæli