fimmtudagur, apríl 03, 2008

stundum finnst mér ég vera léleg kona. svona samfélagslega séð, veit ekki betur en að tólin séu í lagi. en þetta orsakast aðallega af tvennu:
ég er ekki mjög metnaðargjörn, finnst þar af leiðandi allt í lagi að hangsa endalaust og gera ekki neitt, eða gera eitthvað afar óafkastamikið eins og að spila tölvuleiki eða borða eða sofa (mmmmm), hitt er að fátt fer jafn mikið í taugarnar á mér eins og aðrar konur.
sérstaklega er kvenkyns útvarpsfólk að naga sundur á mér beinin þessa dagana, í morgun varð ég t.d. að skipta um útvarpsrás út af pirringi. hvað er málið með að vera alltaf flissandi? auðvitað er gaman þegar fólk er glaðlynt og svona, en ef maður er að taka viðtal við esperantó sérfræðing íslands, þá er kannski ekki alltaf tilefni til að hlægja í tíma og ótíma. hann var bytheway ekki fyndinn heldur. hún hefur kannski verið full, ég veit það ekki.
æj já svona er þetta.
annað sem fer í taugarnar á mér er fólk sem geispar. ég veit það er ósjálfrátt og blebleble, en þegar maður skyndilega í samtali sér vélindað í fólki innanvert finnst mér allverulega troðið á órituðum samskiftasamningum samfélagsins.
oh jæja.

Engin ummæli: