sunnudagur, mars 02, 2008

nýr sambýlingur og tin hat trio

fór út í búð í gær, æfði mig smá og tók til smá.
svo kom hún Yael til mín um sjöleytið og þarsem ég var að enda við að búa til súpu bauð ég henni og x-kærastaunum hennar til málsverðar. það var bara ágætt held ég. yael ætlar að fá að gista í stofunni okkar í nokkra daga af því að konan sem hún leigði herbergi af tjúllaðist. yael s.s. fór út á svalir að reykja Í NÁTTFÖTUNUM um miðjan dag á meðan hún var að sjóða sér pasta.
um að gera að vera soldið kreisi þegar maður er eldgömul kelling.
en það er bara stuð að fá annan sambýling. tala nú ekki um þegar ég hef MEÐ BERUM AUGUM séð hana vaska upp allt leirtauið og þvo af eldhúsborðinu! :D þannig að hún er strax (eftir 5 tíma búsetu) komin hærra í hreinlætisskalanum en svíarnir.
Guði sé lof fyrir Ísraelskar konur.
mallinn er ekki ennþá búinn að ákveða sig hvort hann vilji vera næs eða nastí, svo ég ætla til alvöru læknis á morgun, ég verð með stóra tónleika eftir 12 (OMG!) daga og þá nenni ég sko ekki að vera bryðjandi íbúprófen. annað sem er skemmtilegt er það að þessa helgi hef ég sofið 10+ tíma á nóttu. rosalega er það hressandi :)
en jæja.
kannski best að sarga smá.

eitt enn, var að fatta nýja hljómsveit sem heitir Tin Hat Trio. hún er æði, þjóðlaga, indí, bossanóva ég veit ekki. og eitt af fáum undantekningum (önnur undantekning er Sea Bear) þar sem fiðlan er ekki hallærislegt aukahljóðfæri sem enginn myndi taka eftir ef vantaði.
sem á nú reyndar við um svo margt....
djók.

Engin ummæli: