ég er farin að horfa á Californication þættina með david duchovny (eða hvernig svo sem í rassgatinu hann stafsetur nafnið á sér) og finnst þeir skemtilegir. ekki MJÖG, en þeir fara EKKI í taugarnar á mér, sem er kúl. kiera knightley eða hvað sem þarna beinabera kústskaftið heitir sem lék í sjóræningjamyndinni er ekki í henni, heldur ekki meril streep eða julia roberts.
aftur á móti er fullt af berrössuðum kellingum og sköllótti kallinn sem lék í boston legal. skrítið.
en allavega, david duchofnei leikur mann sem heitir Hank og er rithöfundur.
svo núna langar MÉR að vera rithöfundur og tel mig fullkomna til þess.
ég er líka búin að vera að hlusta á píkupopp.
svo núna er ég þess fullviss að ÉG gæti vel verið fræg söngkona.
smá mikilmennskubrjálæði? :p
kannski er þetta mótvægi við sænsku sækópattana sem ég bý með. þær kúka í vitlausum litatón og eru í depressjón næstu vikuna yfir því. eru svo harðar á því að þær geti EKKI NEITT af því þær eru svo glataðar.
bíðiði bara þangað til ég verð orðin syngjandi rithöfundur, þá fyrst sökkva þær djúpt í depressjón! hohohohoh! HHAHAHAHA! HMOOOOAAAAAH HOOOO HOOO HOOOO!
ok ekki meira kaffi núna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli