mánudagur, nóvember 05, 2007

love it!

var að kaupa nýja Radiohead diskinn online. hann heitir "in rainbows", svaka krúttlegt :) var mjög rausnarleg og borgaði þeim 7 pund fyrir. maður má sko ráða hvað maður borgar mikið.
í alvöru sko.
hann er æði, frekar í rólegri kantinum og ekki jafn mikil tilraunastarfsemi eins og í Amnesiac. þeir eru bestir í heimi, mikil vöntun á svona tónlistarmönnum að mínu mati. gaurar sem eru ekki BARA að hugsa um að selja selja og græða græða. og nota fleiri en 4 hljóma í lögunum sínum.
svona oftast :)
það er kmoið haust hérna í birm, sem er nú kannski ekki miklar fréttir fyrir fólkið á íslandi sem er einni árstíð á undan og fagna nú betri á fullu. mér finnst haustið alltaf soldið rómantískt, allir þessir heitu litir og rigning og myrkur...
það er stórt tré fyrir utan gluggann minn sem er á fullu að rífa sig úr laufblöðunum og ég tók smá vídjó af því, þetta er næstum eins og snjókoma, laufblöð að fljúka útum allt. ef ekki væri fyrir 2 sjónvarpsloftnetssnúrur hangandi neðan úr þakinu þá væri þetta virkilega fallegt útsýni.
reyndar eitt vont við að nú sé komið haust í birm, er að nú er byrjað að rigna. og það þýðir að næsti sólardagur verður í lok júlí. allir að senda mér súkkulaði, plís. eða appelsín, vá ég er með þvílík "kreiving" í appelsín. njammm. talandi um það, það er búið að hengja upp jólaskraut í ÖLLUM búðum hér í birmingham og jólaljós í göngugötunni (reyndar ekki búið að kveikja á þeim). og ég er búin að ákveða að skrópa í síðustu vikunni í skólanum, en meira um það síðar þegar öll plön hafa verið niður negld og ákveðin. :)


Engin ummæli: