í Hollandi hjá elsku Línu minni. og fýludýrinu Quincy. :) var reyndar fáránleg að taka myndir, varð batterílaus á föstudeginum og drullaðist ekki til að kaupa ný fyrr en á sunnudegi. sem er frekar glatað. treysti á það að miss Ástgeirsdóttir skelli myndunum sínum inná netið. þær voru vægast sagt svaðalegar. keypti eiginelga bara sokkarbuxur í þessar ferð, en líka eina forláta hjólatösku og eyrnalokka. fór búð úr búð að leita mér að tónleikakjól, en komst að því ða hollendingar kaupa ekki og eru ekki í fínum fötum. bara svona jogging göllum og gallabuxum. í mesta lagi pilsum með asnalegum blómamunstri (oft með ísaumuðum pallíettum).
svo er bara að bretta upp ermarnar (eða fara í stuttermabol) og fara að æfa sig eins og tryllingur, Brahms kallinn verður tekinn í nefið á föstudaginn... eða svona.
takk enn og aftur elsku Lína, þetta var æðisleg ferð! vona svo sannarlega að Batman láti sjá sig með stuðningsfulltrúanum sínum.
Bon Jovi
Engin ummæli:
Skrifa ummæli