miðvikudagur, mars 14, 2007

varið ykkur nú.


loksins var Bibba "the flying boar" komið fyrir. kominn tími til. hann rekst aðeins í loftljósið í mestu sveiflunum, en það er nú bara kúl.
í dag ákvað ég að fara bara heim eftir hræðilegustu æfingu mánaðarins (nema þessi sem verður eftir 2 vikur verði verri... efast). hverjum datt það í hug að það væri "smart" að spila barrokk á upprunaleg hljóðfæri? er ekki bara best að láta úldnuð lík liggja, eða hvernig svo sem þessi málsháttur er?
það ER ástæða fyrir því að hljóðfæri voru þróuð FRÁ þessum óskapnaði.
púha.
ok ok, kannski þyrfti ég líka að læra almennilega að spila á þetta drasl, gæti spilað inní ;) en allavega. já ég fór heim eftir æfinguna og TÓK TIL Í HERBERGINU MÍNU!
henti fullt af drasli og ryksugaði. ótrúlegt afrek. ég tók meira að segja einn pappakassa og setti upp á efstu hillu... eitthvað sem er búið að vera á dagskrá lengi. skrítið hvað það að færa einn skrifborðsstól og klifra uppá hann getur uxið manni í augum. vaxið? oxið?
æj ble.
já svo er það bara KÖBEN um helgina! :) haldiði ekki bara að tótfríður sé að fara að alt-gigga með Íslendingakór Lundúna? detta af mér dauðar lýs (ekki það að dauðar lýs séu endilega að ríghalda sér í mann) en úff púff hvað mig hlakkar til. það verður nú drukkuð kaffi og borðaðir snúðar með rauðhærðri fegurðardrottningu skal ég segja ykkur :D og að hitta samhúðflúring sinn er nú heldur ekkert leiðindaverk.
:)
þetta verður allt saman vel mynda-dokumenterað, fylgist grannt með á Flickr-inu.
eða svona.
já og bytheway þið ykkar sem ekki þekkið Ligeti... þið eigið eftir að sleikja kremið innan úr nútíma-kremkexinu ykkar.

Engin ummæli: