miðvikudagur, mars 28, 2007

duglegri að blogga


og þá ætlar litla systir að gefa mér kíki.
sem mig langar í. annars gerðist það ótrúlega í dag, eiginlega í gær samt, en ég var og er pínu lasin. búhú. dæmigert svona daginn fyrir heimkomu. er með ógeðslegan hósta og upp kemur subb í svo mögnum litagæðum ég er næstum að spá í að hringja í disney og sjá hvort þeir vilja ekki fá hugmyndina að nýrri teiknimynd. gæti verið kölluð "litlu lita-bakteríurnar" eða eitthvað soleis.
smart.
ég dreif mig náttúrulega í skólann í morgun, ekkert væl. svimaðiog svitnaði til skiptis þangað til Rivka sagði mér að hundskast heim og bryðja c-vítamín. ég sagðist vera búin að fá mér appelsínu safa... "NOOOO! that is not good enough!" eins og ég hefði verið að spila brahms og gleymt að gera vibrato á hálfnótu. hún er snillingur :)
þannig nú er ég komin heim á huggulega Milner Road. mark er að elda sér pasta og vicky er að horfa á sjónvarpið. hún horfir allt of mikið á sjónvarp. oh well.
en allavega....
ætla að reyna ða leggja mig smá og sjá hvort ég hressist ekki smá... þarf nefnilega að Pakka! :D:D

HEIM Á MORGUN!

Engin ummæli: