fimmtudagur, október 05, 2006

Elgjarlega horrible

þeir sem hafa spilað Elgar symfóníu nr. 1 vinsamlegast hristið af ykkur viðbjóðshrollin, takið ykkur síðan til og sendiði mér samúðarskeyti, þar sem þið vitið hversu miklar hörmungar ég er að ganga í gegnum.
þessi "sinfónía" er gjörsamlega óspilandi og svo heyrtist hvort semer ekkert í neinu út af því að brassið ælir ofan á sjálft sig í öðrum hvorum takti.
hvað var maðurinn eiginlega að spá?
Hversu sterkum lyfjum var hann á, og var það í Alvörunni nauðsynlegt?
raddæfing á morgun.
ég kveð ykkur kæru vinir. Rivka á eftir að Stúta víóludeild tónlistarakademíunnar í Birmingham kl. 1400 á morgun.
adju.

Engin ummæli: