keypti nýja slöngu í hjólið mitt, svo kallaða "slim in a tube" sem er gjörsamlega ótrúlega sniðugt fyrirbæri. það er semsagt eitthvað slím inní hjólaslöngunni svo þegar koma litlar holur (eins og þessi sem ég lenti í um daginn og var svo lítil að ég fann hana ekki) þá tekur slímið til sinna ráða og fyllir upp í gatið og þornar utan um það.
sniðugt?
held það nú.
svo keypti ég líka standara.
þannig að ef í fyrramálið EITTHVAÐ klikkar, þannig að ég get ekki hjólað í skólann þá get ég svo svarið það ég fer með elskuna mín og gef rauða krossinum og þeir geta sent það til afríku. með slíma-dekki og öllu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli