ég er komin með nýtt uppáhaldslag, það heitir "you´ve changed" og er eftir einhverja menn sem heita Bill Carey & Carl Fischer. namminamm... allt svona voða slómó og sjöundarhljómar.
er að hlusta á það núna í útsetningu með George Micheal, hann gerir þetta temmilega hommalega en sumter mjög töff og ég kann að meta hvernig hann breytir merkingu textans... án þess að breyta textanum. með þessu móti getur maður sungið sama erindið aftur og aftur án þess að það komi endilega eitthvað niður á laginu sjálfu. það gerir hann allavega í þessari útgáfu. ekki algengt að "svona" lið geri eitthvað sem er soldið smá oggu kretíft og þarfnast smá heilastarfsemi.
algjörlega óháð þessu að mestu leyti þá ég er hins vegar alfeg búin að ákveða það að kaupa mér harmónikku þegar ég kem til Birmingham og verða fúlbufær á hana á örskömmum tíma. svo í framhaldi ætla ég að verða fyrsti djass-harmónikkuleikarinn sem á ljósbláa kínaskó. bara svona smá info...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli