mánudagur, ágúst 14, 2006

20 cm

ég var að senda flugfélögunum bréf...

ég þarf að ferðast með hljóðfærið mitt. þetta er víóla og kemst í alla farangursrýmisskápa en er örlítið lengri en standard stærðin sem þið gefið, (lengd 75 cm, má vera 55 cm). Ég hef aldrei lent í vandræðum að ferðast með hljóðfærið í handfarangri hingað til, en hef áhyggjur út af hertum öryggisaðgerðum. Væri möguleiki að fá einhvert bréf eða undirskrifað plagg til að forðast misskilning í innritun? Hljóðfærið getur alls ekki farið niður í lest og mun það algjörlega ráða úrslitum hvert ég sný viðskiptum mínum varðandi flug, hvernig flugfélögin ætla að taka á þessu máli. kær kveðja, Þórunn

...ef þeir ætla í alvörunni að láta mig kaupa aukasæti út af 20 cm þá flyt ég til útlanda og kem aldrei aftur.

Engin ummæli: