þriðjudagur, maí 09, 2006

hrein hörmung

ímyndið ykkur:
1) verstu tónsmíð sem þið hafið á ævi ykkar heyrt
bætið við hana:
2) ömurlegasta hljómagang í heimi
3) lélega raddfærslu
4) ógeðslega ljótt stef sem fer EKKI NEITT
5) alvarlega misnotkun á trillum og þríundum
6) lokahljóm sem er fjórðipartur, punkteraður áttundi + sextándipartur, fjórðipartur

og þá hafið þið því miður kannski komist nálægt því að upplifa tónsmíð mína fyrir píanó í 18. aldar stíl sem ég var að leggja lokahönd á.
ef ég fæ hærra en 40 stig fyrir þessa misheppnuðu sóun á pappír, þá eru prófdómararnir blindir, heyrnarlausir og fjölfatlaðir.
en þar sem þetta auma verkefni er bara rúm 5% af lokaeinkun (sem er svo hvort sem er bara fall eða náð) þá ætla ég bara að tsjilla feitt á pakkanum og fara að sofa.
túdilí lúúú

ps-vill einhver kenna mér (aftur) hljómfræði í sumar?

Engin ummæli: