prumpidí prump.
ég er búin að vera með vindverki í 4 daga. og þá er ég ekki að meina svona "hí hí hún prumpaði, en sætt!" vindverki, heldur "Vó ég er að drepast í maganum (gretta)" og svo hleypur fólk í burtu öskrandi.
þ.e.a.s. þeir sem ekki hníga niður öreindir vegna gaseitrunar.
svo ofan á allar þessar hrakfellingar þá er ofninn í herberginu mínu (reyndar á allri hæðinni líka) bilaður þannig að það er nú frekar kalt öllu jöfnu hérna hjá mér. sem leiðir af sér að "lofta út" verður frekar erfitt í framkvæmdum. kannski ekki erfitt... en mjög afleitt af því mér verður kalt.
sem mér finnst ekki gott.
jamm.
en nú spyr ég; er eðlilegt að vera með vindverki svona lengi?
sérstaklega í ljósi þess að:
a)ég hef skipt um matarræði (í dag fékk ég mér t.d. spagettí en ekki pastaskrúfur og snickers í staðinn fyrir mars)
b)stundað líkamsrækt (fór aukaferð niður á fyrstu hæð um daginn til að kaupa pepsi)
c)verið góð við magann á mér (þvoði honum með þvottapoka)
d) allskonar
ósanngjarnt segi ég og vona svo sannarlegasannarlega þetta verði ekki lengur vandamál Hinn daginn, þegar égþarf að fara í flugvél til Ljubljana í Slóveníu. vil nú helst ekki fá einhver slóvena brjálaðan útí mig svona þegar ég er að heimsækja landið hans í fyrsta skipti....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli